Óreiðukennt uppgjör við Geirfinnsmálið Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2013 11:30 Sýnt er í tveimur rýmum, fyrst í Þjóðleikhúsinu og síðan í hinu sögufræga, gamla dómshúsi þar sem sakborningarnir voru dæmdir fyrir tæpum 40 árum síðan. Leiklist. Hvörf. Höfundar: Rúnar Guðbrandsson, Sjón, Stefán Hallur Stefánsson og leikhópur. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger. Tónlist: Guðni Franzson. Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðsson og Lárus Björnsson. Leikarar: Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Friðrik Friðriksson, Hilmir Jensson, Klæmint H. Isaksen, Konráð Ragnarsson, Magnús Jónsson, Nicolaj Falck, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þorsteinn Bachmann. Hvörf er nýjasta verk leikhópsins Lab Loki, en það er skapandi tilraunaleikhús, stofnað árið 1992 af þeim Rúnari Guðbrandssyni og Árna Pétri Guðjónssyni. Verkið er sýnt í Kassa Þjóðleikhússins og fjallar um hina umdeildu rannsókn á hvörfum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Sú misbeiting valds sem íslensk yfirvöld og opinberir starfsmenn beittu gagnvart saklausum ungmennum er umfjöllunarefni sýningarinnar og eru opinberar skýrslur úr yfirheyrslum lagaðar að leikhúsformi. Rúnar Guðbrandsson, Sjón og leikhópur sýningarinnar semja handrit verksins en Rúnar er einnig leikstjóri. Umfjöllun fjölmiðla hefur sýnt fram á hreint ótrúlega þróun þessa máls og í sýningunni sækir hópurinn í efnivið ýmissa leikhúsfræða til að túlka þann fáránleika sem sagan ber vitni. Túlkun hópsins á þeirri ringulreið sem einkenndi rannsóknina er útfærð með ýmsum áhugaverðum stílbrögðum. Þó svo að handritið byggi á raunverulegum atburðum leikur það sér að efniviðnum á ýmsan máta, til að mynda skipta persónur iðulega um nöfn sem vísar til þess reiðileysis sem einkennir vitnisburði ungmennanna. Frásögnin er stöðugt brotin upp og persónur hvort tveggja raunsæislegar en einnig byggðar á þekktum persónum úr kvikmyndasögunni. Þannig er ankannaleiki atburðarásarinnar útfærður með ýmsum miðlum leikhússins á frumlegan hátt.Þátttökuleikhús Í sýningunni hafa áhorfendur hlutverk. Sýnt er í tveimur rýmum, fyrst í Þjóðleikhúsinu og síðan í hinu sögufræga, gamla dómshúsi þar sem sakborningarnir voru dæmdir fyrir tæpum 40 árum síðan. Eva Signý Berger leikmynda – og búningahönnuður og Magnús Arnar Sigurðsson ljósahönnuður vinna á góðan hátt með rýmið og nota einfaldar lausnir til að skapa raunsæja umgjörð fyrir atburðarásina. Rýmið sjálft er líklega eitt það áhrifamesta í sýningunni, áhorfendur eru færðir úr leikhúsinu yfir á raunverulegan vettvang sögunnar.Sýningin líður fyrir að stílbrögð og hugmyndir eru of óreiðukenndar.Aragrúi hugmynda Þeir Árni Pétur Guðjónsson og Friðrik Friðriksson fara með hlutverk rannsóknarlögreglumanna og gera það vel. Í sýningunni er vinnulag þeirra og ætlunarverk við rannsókn málsins gert að meginatriði. Hvað er það sem drífur þá áfram? Getur verið að rannsóknin hafi verið knúin áfram af fordómum gagnvart jaðarhópum samfélagsins? Sú hugmynd skilar sér ekki beint og má þá helst um kenna hve hjákátlegar persónur lögreglumennirnir sjálfir eru. Þeir eru gerðir afkáralegir, haga sér líkt og þeir lifi í bíómyndaheimi og skáldi handrit sögunnar eftir eigin hentisemi. Sú túlkun, sem átti einnig við um aðrar persónur, gerði það að verkum að ádeila verksins varð ekki eins beitt og hún hefði getað orðið ef persónunum væru gerð skil á raunsærri hátt. Sýningin líður fyrir að stílbrögð og hugmyndir eru of óreiðukenndar sem leiðir af sér að erfitt er að átta sig á heildarmyndinni. Mitt í allri ringulreiðinni týnist hjarta sýningarinnar. Auðséð er að ætlun hópsins er að segja sögu sakborninganna af virðingu og einlægni en þar hefði einfaldara frásagnarform skilað sér betur til áhorfenda. Til að mynda hefði raunveruleg lýsing leikara á meðferð eins sakbornings þurft mun meira rými í verkinu til að hún gæti haft ætluð áhrif. Hugmynd verksins er skýr; eitt stærsta sakamál í sögu íslensku þjóðarinnar er byggt á uppspuna og saklaus ungmenni sættu hræðilegri meðferð, en rödd hennar hverfur í aragrúa leikhústilrauna.Niðurstaða: Hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu.Rúnar Guðbrandsson, Sjón og leikhópur sýningarinnar semja handrit verksins. Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist. Hvörf. Höfundar: Rúnar Guðbrandsson, Sjón, Stefán Hallur Stefánsson og leikhópur. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger. Tónlist: Guðni Franzson. Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðsson og Lárus Björnsson. Leikarar: Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Friðrik Friðriksson, Hilmir Jensson, Klæmint H. Isaksen, Konráð Ragnarsson, Magnús Jónsson, Nicolaj Falck, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þorsteinn Bachmann. Hvörf er nýjasta verk leikhópsins Lab Loki, en það er skapandi tilraunaleikhús, stofnað árið 1992 af þeim Rúnari Guðbrandssyni og Árna Pétri Guðjónssyni. Verkið er sýnt í Kassa Þjóðleikhússins og fjallar um hina umdeildu rannsókn á hvörfum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Sú misbeiting valds sem íslensk yfirvöld og opinberir starfsmenn beittu gagnvart saklausum ungmennum er umfjöllunarefni sýningarinnar og eru opinberar skýrslur úr yfirheyrslum lagaðar að leikhúsformi. Rúnar Guðbrandsson, Sjón og leikhópur sýningarinnar semja handrit verksins en Rúnar er einnig leikstjóri. Umfjöllun fjölmiðla hefur sýnt fram á hreint ótrúlega þróun þessa máls og í sýningunni sækir hópurinn í efnivið ýmissa leikhúsfræða til að túlka þann fáránleika sem sagan ber vitni. Túlkun hópsins á þeirri ringulreið sem einkenndi rannsóknina er útfærð með ýmsum áhugaverðum stílbrögðum. Þó svo að handritið byggi á raunverulegum atburðum leikur það sér að efniviðnum á ýmsan máta, til að mynda skipta persónur iðulega um nöfn sem vísar til þess reiðileysis sem einkennir vitnisburði ungmennanna. Frásögnin er stöðugt brotin upp og persónur hvort tveggja raunsæislegar en einnig byggðar á þekktum persónum úr kvikmyndasögunni. Þannig er ankannaleiki atburðarásarinnar útfærður með ýmsum miðlum leikhússins á frumlegan hátt.Þátttökuleikhús Í sýningunni hafa áhorfendur hlutverk. Sýnt er í tveimur rýmum, fyrst í Þjóðleikhúsinu og síðan í hinu sögufræga, gamla dómshúsi þar sem sakborningarnir voru dæmdir fyrir tæpum 40 árum síðan. Eva Signý Berger leikmynda – og búningahönnuður og Magnús Arnar Sigurðsson ljósahönnuður vinna á góðan hátt með rýmið og nota einfaldar lausnir til að skapa raunsæja umgjörð fyrir atburðarásina. Rýmið sjálft er líklega eitt það áhrifamesta í sýningunni, áhorfendur eru færðir úr leikhúsinu yfir á raunverulegan vettvang sögunnar.Sýningin líður fyrir að stílbrögð og hugmyndir eru of óreiðukenndar.Aragrúi hugmynda Þeir Árni Pétur Guðjónsson og Friðrik Friðriksson fara með hlutverk rannsóknarlögreglumanna og gera það vel. Í sýningunni er vinnulag þeirra og ætlunarverk við rannsókn málsins gert að meginatriði. Hvað er það sem drífur þá áfram? Getur verið að rannsóknin hafi verið knúin áfram af fordómum gagnvart jaðarhópum samfélagsins? Sú hugmynd skilar sér ekki beint og má þá helst um kenna hve hjákátlegar persónur lögreglumennirnir sjálfir eru. Þeir eru gerðir afkáralegir, haga sér líkt og þeir lifi í bíómyndaheimi og skáldi handrit sögunnar eftir eigin hentisemi. Sú túlkun, sem átti einnig við um aðrar persónur, gerði það að verkum að ádeila verksins varð ekki eins beitt og hún hefði getað orðið ef persónunum væru gerð skil á raunsærri hátt. Sýningin líður fyrir að stílbrögð og hugmyndir eru of óreiðukenndar sem leiðir af sér að erfitt er að átta sig á heildarmyndinni. Mitt í allri ringulreiðinni týnist hjarta sýningarinnar. Auðséð er að ætlun hópsins er að segja sögu sakborninganna af virðingu og einlægni en þar hefði einfaldara frásagnarform skilað sér betur til áhorfenda. Til að mynda hefði raunveruleg lýsing leikara á meðferð eins sakbornings þurft mun meira rými í verkinu til að hún gæti haft ætluð áhrif. Hugmynd verksins er skýr; eitt stærsta sakamál í sögu íslensku þjóðarinnar er byggt á uppspuna og saklaus ungmenni sættu hræðilegri meðferð, en rödd hennar hverfur í aragrúa leikhústilrauna.Niðurstaða: Hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu.Rúnar Guðbrandsson, Sjón og leikhópur sýningarinnar semja handrit verksins.
Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira