Olía við Ísland Sævar Þór Jónsson skrifar 4. maí 2013 06:00 Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun