Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar