Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun