Um hvað snúast stjórnmál? 27. apríl 2013 06:00 Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun