Landflóttinn ekki meiri síðan 1891 Davíð Þorláksson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun