Landflóttinn ekki meiri síðan 1891 Davíð Þorláksson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun