Kvennalisti internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til!
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar