Efnahagslegar þjóðsögur Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar