Brotvænt Ísland Halldór Berg Harðarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun