Sveigjanlegar forsendur fyrir sanngirni Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun