Já, en Einar Kristinn Ingólfur H. Ingólfsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar