Jöfnum lífskjör Halldór Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun