Hvernig forsætisráðherra vilt þú? Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum?
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun