Skapandi greinar eða skapandi skattar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar