Til hamingju Hringsjá! Fanný Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar