Hvað með okkur unga fólkið? Sandra Marín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni?
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun