Þar sem er vilji er vegur –forgangsröðum í þágu heilbrigðismála Karólína Einarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun