Velferð aldraðra og stöðugleiki Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 22. apríl 2013 07:00 Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun