Íslenska Borgen Einar Freyr Elínarson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun