Kosningar til Alþingis vorið 2013 Ásgrímur Jónasson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun