Kosningar til Alþingis vorið 2013 Ásgrímur Jónasson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun