Tryggjum fjölbreytt atvinnulíf! Skúli Helgason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar