Menntun í síbreytilegu samfélagi Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. apríl 2013 07:00 Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun