Stóraukinn stuðningur við leigjendur Lúðvík Geirsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.Veruleg hækkun á mánuði Þessar breytingar þýða umtalsverða hækkun á stuðningi við leigjendur og mun stærri hópur leigjenda á nú rétt á húsnæðisbótum en áður. Sem dæmi um stóraukinn stuðning má nefna að hjón eða sambýlisfólk með eitt barn og 460 þús. krónur í mánaðartekjur fá eftir þessa hækkun rúmar 16.300 kr. á mánuði, en fengu áður engar bætur. Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn sem eru með mánaðarlegar heimilistekjur upp á 500 þús. kr. samtals fá eftir þessar hækkanir samtals 21.500 kr. í húsnæðisbætur á mánuði en fengu áður aðeins 3.000 kr. í bætur. Hér er því um verulega hækkun að ræða. Í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um nýtt húsnæðisbótakerfi undir forystu Samfylkingarinnar koma enn frekari úrbætur og stuðningur, ekki síst við leigjendur til framkvæmda um næstu áramót. Þá verður stuðningur við leigjendur og íbúðareigendur reiknaður út frá fjölda heimilismanna óháð aldri. Þannig verður hætt að skerða bætur þegar börn á heimili hafa náð 18 ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða allar húsnæðisbætur greiddar úr mánaðarlega sem er mikið framfaraskref.Mikilvægt réttlætismál Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna hefur lítið verið vikið að stöðu leigjenda, en þeir sem eru á leigumarkaði hafa þurft að bera mestu raunhækkunina vegna húsnæðiskostnaðar eftir efnahagshrunið. Á síðustu árum hefur leigjendum stórfjölgað og eru nú um fjórðungur allra á húsnæðismarkaði. Það er afar mikilvægt réttlætismál að jafna stöðu leigjenda að sambærilegu marki og sá stuðningur sem íbúðareigendur hafa fengið í formi stórhækkaðra vaxtabóta á síðustu árum. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Nú horfir til betri tíðar með stórauknum stuðningi við leigjendur. Fyrstu áfangar nýs húsnæðisbótakerfis hafa þegar tekið gildi og það er mikilvægt að Samfylkingin fái þann styrk og stuðning í komandi þingkosningum að tryggt verði að húsnæðisbótakerfið taki að fullu gildi um komandi áramót. Þeir sem eru á leigumarkaði ættu að hafa þessi lykilatriði skýrt í huga þegar þeir koma í kjörklefann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.Veruleg hækkun á mánuði Þessar breytingar þýða umtalsverða hækkun á stuðningi við leigjendur og mun stærri hópur leigjenda á nú rétt á húsnæðisbótum en áður. Sem dæmi um stóraukinn stuðning má nefna að hjón eða sambýlisfólk með eitt barn og 460 þús. krónur í mánaðartekjur fá eftir þessa hækkun rúmar 16.300 kr. á mánuði, en fengu áður engar bætur. Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn sem eru með mánaðarlegar heimilistekjur upp á 500 þús. kr. samtals fá eftir þessar hækkanir samtals 21.500 kr. í húsnæðisbætur á mánuði en fengu áður aðeins 3.000 kr. í bætur. Hér er því um verulega hækkun að ræða. Í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um nýtt húsnæðisbótakerfi undir forystu Samfylkingarinnar koma enn frekari úrbætur og stuðningur, ekki síst við leigjendur til framkvæmda um næstu áramót. Þá verður stuðningur við leigjendur og íbúðareigendur reiknaður út frá fjölda heimilismanna óháð aldri. Þannig verður hætt að skerða bætur þegar börn á heimili hafa náð 18 ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða allar húsnæðisbætur greiddar úr mánaðarlega sem er mikið framfaraskref.Mikilvægt réttlætismál Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna hefur lítið verið vikið að stöðu leigjenda, en þeir sem eru á leigumarkaði hafa þurft að bera mestu raunhækkunina vegna húsnæðiskostnaðar eftir efnahagshrunið. Á síðustu árum hefur leigjendum stórfjölgað og eru nú um fjórðungur allra á húsnæðismarkaði. Það er afar mikilvægt réttlætismál að jafna stöðu leigjenda að sambærilegu marki og sá stuðningur sem íbúðareigendur hafa fengið í formi stórhækkaðra vaxtabóta á síðustu árum. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Nú horfir til betri tíðar með stórauknum stuðningi við leigjendur. Fyrstu áfangar nýs húsnæðisbótakerfis hafa þegar tekið gildi og það er mikilvægt að Samfylkingin fái þann styrk og stuðning í komandi þingkosningum að tryggt verði að húsnæðisbótakerfið taki að fullu gildi um komandi áramót. Þeir sem eru á leigumarkaði ættu að hafa þessi lykilatriði skýrt í huga þegar þeir koma í kjörklefann.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun