ELO-sándið endurskapað í Eldborg Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. apríl 2013 12:00 Áhorfendur í Eldborg voru vel með á nótunum í lok ELO-heiðurstónleikanna. Mynd/Mummi Lú Tónleikar. ELO-heiðurstónleikar. Eldborg, Hörpu. Laugardaginn 13. apríl. Brezka hljómsveitin Electric Light Orchestra eða ELO naut gríðarlegra vinsælda hér á landi sem víðar á áttunda áratugnum og framan af þeim níunda. Óhætt er að segja að árið 1979, þegar breiðskífan Discovery kom út, hafi ELO verið vinsælasta erlenda hljómsveitin á Íslandi, með sinn áhrifaríka bræðing af poppi og klassík. Fáum árum síðar varð ELO yfirgengilega ósvöl nánast á einni nóttu og aðdáendur fóru lengi vel með veggjum og hlustuðu á gömlu plöturnar í einrúmi. Þeir hafa þó í vaxandi mæli komið út úr skúmaskotunum seinni árin, enda eru yngri tónlistarmenn margir hverjir orðnir ófeimnir við að játa aðdáun sína á ELO og sækja ýmislegt í einstakan hljóðheim Jeffs Lynne, forsprakka sveitarinnar. Hér heima má nefna Jeff Who? og Quarashi. Svo mikið er víst að á ELO-heiðurstónleikunum í Hörpu á laugardagskvöldið voru margir í 1.800 manna hópi sem fyllti Eldborgarsalinn alveg ófeimnir að syngja og dansa með, klappa, stappa og veifa símanum sínum í viðlaginu við Telephone Line. Jóni Ólafssyni, upphafsmanni framtaksins og tónlistarstjóra kvöldsins, tókst ásamt teymi frábærra tónlistarmanna framar vonum að endurskapa hið óviðjafnanlega ELO-sánd á sviði. Það er ekki einfalt mál og í upphafi var ástæða til að hafa áhyggjur af að sveitin lenti í sömu vandræðum og ELO sjálf á stundum; að rafmagnshljóðfærin drekktu hinum fíngerðari tónum strengjatríósins. Það lagaðist strax eftir fyrsta lag og þótt sellóleikararnir spiluðu ekki með hljóðfærið fyrir ofan haus eins og Hugh McDowell gerði stundum skilaði strengjasveitin sínu með mikilli prýði. Sama má segja um aðra hljóðfæraleikara. Þótt undirritaður ELO-nörd hafi saknað „réttu“ gítarfrasanna í Shine a Little Love og að Moog-bassalínan í Turn to Stone skilaði sér sem skyldi var bandið gríðarlega þétt. Enda mikið í lagt og oftast ellefu manns á sviðinu, en ELO var yfirleitt skipuð sjö manns á tónleikum. Söngvararnir Magni Ásgeirsson, Eiríkur Hauksson, Pétur Örn Guðmundsson, Eyþór Ingi og Jóhann Helgason stóðu sig allir vel. Enginn nema Jóhann hafði samt lagt á sig að læra textana almennilega, sem kom stundum aðeins niður á túlkuninni. Bakraddir voru hins vegar með allt sitt á hreinu, eins og er algjört lykilatriði ef menn ætla að ná ELO-sándinu. Eins og vera ber magnaðist keyrslan eftir því sem á tónleikana leið. Það er vafamál að sambræðingur Lynnes á fimmtu sinfóníu Beethovens og Roll Over Beethoven eftir Chuck Berry hafi fengið glæsilegri flutning á sviði, þar sem þessir fimm flottu söngvarar lögðu allir sitt af mörkum. Unnur Birna Bassadóttir brilleraði í flottu fiðlusólói. Í lokin var allur Eldborgarsalurinn staðinn á fætur og dansaði við Hold on Tight og Don‘t Bring Me Down. Fyrir gamla ELO-aðdáendur sem aldrei komust á tónleika með uppáhaldshljómsveitinni sinni var þetta stórkostleg upplifun og sumir eru enn ekki lentir eftir laugardagskvöldið. Niðurstaða: Miðaldra áheyrendahópur fékk nostalgíukastið sem hann borgaði fyrir. Ótrúlega vel tókst til með vandmeðfarið sánd. Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar. ELO-heiðurstónleikar. Eldborg, Hörpu. Laugardaginn 13. apríl. Brezka hljómsveitin Electric Light Orchestra eða ELO naut gríðarlegra vinsælda hér á landi sem víðar á áttunda áratugnum og framan af þeim níunda. Óhætt er að segja að árið 1979, þegar breiðskífan Discovery kom út, hafi ELO verið vinsælasta erlenda hljómsveitin á Íslandi, með sinn áhrifaríka bræðing af poppi og klassík. Fáum árum síðar varð ELO yfirgengilega ósvöl nánast á einni nóttu og aðdáendur fóru lengi vel með veggjum og hlustuðu á gömlu plöturnar í einrúmi. Þeir hafa þó í vaxandi mæli komið út úr skúmaskotunum seinni árin, enda eru yngri tónlistarmenn margir hverjir orðnir ófeimnir við að játa aðdáun sína á ELO og sækja ýmislegt í einstakan hljóðheim Jeffs Lynne, forsprakka sveitarinnar. Hér heima má nefna Jeff Who? og Quarashi. Svo mikið er víst að á ELO-heiðurstónleikunum í Hörpu á laugardagskvöldið voru margir í 1.800 manna hópi sem fyllti Eldborgarsalinn alveg ófeimnir að syngja og dansa með, klappa, stappa og veifa símanum sínum í viðlaginu við Telephone Line. Jóni Ólafssyni, upphafsmanni framtaksins og tónlistarstjóra kvöldsins, tókst ásamt teymi frábærra tónlistarmanna framar vonum að endurskapa hið óviðjafnanlega ELO-sánd á sviði. Það er ekki einfalt mál og í upphafi var ástæða til að hafa áhyggjur af að sveitin lenti í sömu vandræðum og ELO sjálf á stundum; að rafmagnshljóðfærin drekktu hinum fíngerðari tónum strengjatríósins. Það lagaðist strax eftir fyrsta lag og þótt sellóleikararnir spiluðu ekki með hljóðfærið fyrir ofan haus eins og Hugh McDowell gerði stundum skilaði strengjasveitin sínu með mikilli prýði. Sama má segja um aðra hljóðfæraleikara. Þótt undirritaður ELO-nörd hafi saknað „réttu“ gítarfrasanna í Shine a Little Love og að Moog-bassalínan í Turn to Stone skilaði sér sem skyldi var bandið gríðarlega þétt. Enda mikið í lagt og oftast ellefu manns á sviðinu, en ELO var yfirleitt skipuð sjö manns á tónleikum. Söngvararnir Magni Ásgeirsson, Eiríkur Hauksson, Pétur Örn Guðmundsson, Eyþór Ingi og Jóhann Helgason stóðu sig allir vel. Enginn nema Jóhann hafði samt lagt á sig að læra textana almennilega, sem kom stundum aðeins niður á túlkuninni. Bakraddir voru hins vegar með allt sitt á hreinu, eins og er algjört lykilatriði ef menn ætla að ná ELO-sándinu. Eins og vera ber magnaðist keyrslan eftir því sem á tónleikana leið. Það er vafamál að sambræðingur Lynnes á fimmtu sinfóníu Beethovens og Roll Over Beethoven eftir Chuck Berry hafi fengið glæsilegri flutning á sviði, þar sem þessir fimm flottu söngvarar lögðu allir sitt af mörkum. Unnur Birna Bassadóttir brilleraði í flottu fiðlusólói. Í lokin var allur Eldborgarsalurinn staðinn á fætur og dansaði við Hold on Tight og Don‘t Bring Me Down. Fyrir gamla ELO-aðdáendur sem aldrei komust á tónleika með uppáhaldshljómsveitinni sinni var þetta stórkostleg upplifun og sumir eru enn ekki lentir eftir laugardagskvöldið. Niðurstaða: Miðaldra áheyrendahópur fékk nostalgíukastið sem hann borgaði fyrir. Ótrúlega vel tókst til með vandmeðfarið sánd.
Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira