Flokkur heimilanna vill færa þeim nýja von Halldór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun