Flokkur heimilanna vill færa þeim nýja von Halldór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun