Vinnuforkur sem lætur verkin tala Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar