Við hvað erum við hrædd? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun