Menntamálin í forgang Skúli Helgason skrifar 11. apríl 2013 07:00 Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun