Það er ekki lýðræði á Íslandi Guðrún Edda Reynisdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun