Það er ekki lýðræði á Íslandi Guðrún Edda Reynisdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun