Kraftmikið poppkornsfjör og pönkgleði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 07:00 Bíó, G.I. Joe: Retaliation Leikstjórn: Jon M. Chu Leikarar: Dwayne Johnson, Jonathan Pryce, Adrianne Palicki, Byung-hun Lee, Ray Stevenson. G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Það er erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem virkar, því mjög margt í myndinni virkar alls ekki. Ég hallast þó að því að það sé gleðin. Sama gleði og illa spilandi en kraftmiklar pönksveitir búa stundum yfir. Með þessu er ég alls ekki að segja að ávallt beri að taka viljann fyrir verkið. Dwayne Johnson er vöðvatröll en hann er ekki síður sjarmatröll. Nærvera hans gerir heilmikið fyrir myndina og Jonathan Pryce er skemmtilegur skúrkur. Andi bandarískra hasarteiknimynda níunda áratugarins svífur yfir vötnum með tilheyrandi þjóðrembu og dramatík. Inn á milli má svo (með miklum vilja) greina ádeilu á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna, en G.I. Joe: Retaliation lætur mann fyrst og fremst langa til að kasta poppi og láta dólgslega.Niðurstaða: Bjánaleg en fer langt á sjarmanum. Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó, G.I. Joe: Retaliation Leikstjórn: Jon M. Chu Leikarar: Dwayne Johnson, Jonathan Pryce, Adrianne Palicki, Byung-hun Lee, Ray Stevenson. G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Það er erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem virkar, því mjög margt í myndinni virkar alls ekki. Ég hallast þó að því að það sé gleðin. Sama gleði og illa spilandi en kraftmiklar pönksveitir búa stundum yfir. Með þessu er ég alls ekki að segja að ávallt beri að taka viljann fyrir verkið. Dwayne Johnson er vöðvatröll en hann er ekki síður sjarmatröll. Nærvera hans gerir heilmikið fyrir myndina og Jonathan Pryce er skemmtilegur skúrkur. Andi bandarískra hasarteiknimynda níunda áratugarins svífur yfir vötnum með tilheyrandi þjóðrembu og dramatík. Inn á milli má svo (með miklum vilja) greina ádeilu á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna, en G.I. Joe: Retaliation lætur mann fyrst og fremst langa til að kasta poppi og láta dólgslega.Niðurstaða: Bjánaleg en fer langt á sjarmanum.
Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira