Það er gaman á netinu óháð aldri Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar 9. apríl 2013 00:01 Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun