Verkin vinnast með Lýðræðisvaktinni Sjöfn Rafnsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun