Er Ísland eyland? Gunnar Skúli Ármannsson skrifar 5. apríl 2013 07:00 Bankakreppan núna einkennist, eins og alltaf, af miklu magni lána sem að lokum er ekki hægt að endurgreiða og bankarnir lenda í vandræðum. Orsökin gæti verið oftrú en er mun fremur glæfraleg lánastarfsemi í trausti væntanlegrar ríkisábyrgðar. Í Evrópu er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu sem neyðir ríkisstjórnir til að greiða tap bankanna á kostnað almennings. Á Íslandi eru það AGS, framkvæmdavaldið og Seðlabanki Íslands sem gegna hlutverki gæslumanna fjármagnsins. Alþýðusamband Íslands, brjóstvörn almennings, horfir aðgerðalaust á og lætur sig það engu skipta þótt eignir og fjármunir séu millifærðir til þeirra sem betur mega sín. Alþingi, löggjafarvaldið, hefur selt sig sérhagsmunaaðilum og berst fyrir þeirra hagsmunum en hefur vanrækt almenning sem skaðast hefur af bankahruninu. Nýjasta dæmið um ofangreint er Kýpur. Þar fara bankarnir í gjaldþrot vegna mikillar og dómgreindarlausrar lánastarfsemi. Síðan geta ekki allir endurgreitt og allt fer í steik. Ef um raunverulegt einkafyrirtæki með snefil af ábyrgðartilfinningu væri að ræða færu þeir á hausinn og sagt væri frá því á innsíðum dagblaðanna. Það sem gerist er að AGS, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu mæta á staðinn og þröngva skattgreiðendum til að taka á sig tap bankanna og til þess þurfa þeir að taka gríðarstór lán hjá fyrrnefndum aðilum. Til að tryggja endurgreiðslur lánanna verður að veðsetja auðlindir og lífeyrissjóði almennings á Kýpur. Hér er um endurtekið ferli að ræða. Lettland, Ísland, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn o.s.frv. Það er hægt að tala um munstur. Bankar skuldsetja ríkissjóði í óborganlega skuld og til að standa í skilum fjúka auðlindir og ríkisfyrirtæki eru seld á brunaútsölu til einkaaðila. Almenningur er skattlagður, laun og eftirlaun skorin niður, velferðarkerfið skorið niður og skuldir almennings við bankakerfið eru innheimtar af fullri hörku. Og þá erum við komin til Íslands.Úr pyngju almennings Á Íslandi eru bankarnir og aðrar lánastofnanir að reyna að ná eins miklum fjármunum úr pyngju almennings sem skulda húsnæðislán og hægt er. Viðhald verðtryggingarinnar er hluti af því. Fjórflokkurinn er sammála þessu framferði þeirra. Dögun hefur ákveðið að hjóla í fjármálavaldið og setja því ramma sem hentar almenningi mun fremur en lánadrottnum. Við ætlum að afnema verðtrygginguna og setja á vaxtaþak. Við ætlum líka að leiðrétta forsendubrestinn. Þau stjórnmálaöfl sem gefa fjármálavaldinu einhvern afslátt hvað þetta varðar eru ekki í liði með almenningi því ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er styrjöld í gangi og að hírast í einskismannslandi er ekki valkostur. Kýpverjar þurfa að veðsetja gaslindir sínar sem enn eru ekki virkjaðar. Eins er komið fyrir okkur því fjármálavaldið vill komast yfir auðlind okkar í hafinu, fiskinn. Kjörnir fulltrúar okkar voru knésettir af LÍÚ á liðnu kjörtímabili. Í raun er útvegurinn undir hælnum á bönkunum því hann skuldar þeim svo mikið. Enn er Dögun á tánum og vill að auðlindir landsins séu eign almennings og þar með fiskurinn líka og nýting hans sé almenningi til heilla en ekki kvótaeigendum, sem hugsa fyrst og fremst um að skapa sér gróða og standa í skilum við bankakerfið, sem á þá í raun.Undiralda í Evrópu Í Evrópu er undiralda sem stóru miðlarnir segja ekki frá. Hundruð grasrótarhópa, verkalýðsfélaga og sjálfsprottinna andstöðuhópa sem vilja nýja Evrópu, nýtt ESB. Þessir hópar berjast fyrir auknum völdum almennings, auk alls þess sem að framan greinir. Þeir hafa horft til framgöngu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi og bundið vissar vonir við hana sem fordæmisgefandi innan ESB. Ný stjórnarskrá hér og í Evrópu gæti gefið almenningi vald til að hnekkja valdi fjármálaaflanna. Kannski er það langsóttur draumur en samt draumur margra Evrópubúa. Að færa völd til almennings með nýrri stjórnarskrá er eitur í beinum fjármálaaflanna en þar hefur Dögun reynt sitt ýtrasta til að svo megi verða. Ef einhver hélt að Ísland væri eyland þá er það misskilningur, ekki frekar en Kýpur. Það sem Dögun er að reyna að gera er að setja skulduga einstaklinga og fyrirtæki í mannsæmandi samningsaðstöðu við lánadrottna og kalla fram réttlæti í viðskiptum. Tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar og að ágóði þeirra renni til þjóðarinnar. Fjármálavaldið hefur tögl og hagldir á framkvæmdavaldinu en með breyttum grunnreglum, stjórnarskrá, vill Dögun veita almenningi aukin völd. Framtíðarsýnin er að almenningur hafi fulla stjórn á sérhagsmunaaðilum þjóðfélagins og við höfnum því að fjármálakerfið rústi tilveru okkar, því ætlum við að breyta. Þeirri sýn deilum við með mörgum í Evrópu í dag og þess vegna erum við ekkert eyland, enda mun það skipta máli það sem við gerum. Látum því ekki smámuni þvælast fyrir okkur og höldum ótrauð áfram að settu marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bankakreppan núna einkennist, eins og alltaf, af miklu magni lána sem að lokum er ekki hægt að endurgreiða og bankarnir lenda í vandræðum. Orsökin gæti verið oftrú en er mun fremur glæfraleg lánastarfsemi í trausti væntanlegrar ríkisábyrgðar. Í Evrópu er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu sem neyðir ríkisstjórnir til að greiða tap bankanna á kostnað almennings. Á Íslandi eru það AGS, framkvæmdavaldið og Seðlabanki Íslands sem gegna hlutverki gæslumanna fjármagnsins. Alþýðusamband Íslands, brjóstvörn almennings, horfir aðgerðalaust á og lætur sig það engu skipta þótt eignir og fjármunir séu millifærðir til þeirra sem betur mega sín. Alþingi, löggjafarvaldið, hefur selt sig sérhagsmunaaðilum og berst fyrir þeirra hagsmunum en hefur vanrækt almenning sem skaðast hefur af bankahruninu. Nýjasta dæmið um ofangreint er Kýpur. Þar fara bankarnir í gjaldþrot vegna mikillar og dómgreindarlausrar lánastarfsemi. Síðan geta ekki allir endurgreitt og allt fer í steik. Ef um raunverulegt einkafyrirtæki með snefil af ábyrgðartilfinningu væri að ræða færu þeir á hausinn og sagt væri frá því á innsíðum dagblaðanna. Það sem gerist er að AGS, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu mæta á staðinn og þröngva skattgreiðendum til að taka á sig tap bankanna og til þess þurfa þeir að taka gríðarstór lán hjá fyrrnefndum aðilum. Til að tryggja endurgreiðslur lánanna verður að veðsetja auðlindir og lífeyrissjóði almennings á Kýpur. Hér er um endurtekið ferli að ræða. Lettland, Ísland, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn o.s.frv. Það er hægt að tala um munstur. Bankar skuldsetja ríkissjóði í óborganlega skuld og til að standa í skilum fjúka auðlindir og ríkisfyrirtæki eru seld á brunaútsölu til einkaaðila. Almenningur er skattlagður, laun og eftirlaun skorin niður, velferðarkerfið skorið niður og skuldir almennings við bankakerfið eru innheimtar af fullri hörku. Og þá erum við komin til Íslands.Úr pyngju almennings Á Íslandi eru bankarnir og aðrar lánastofnanir að reyna að ná eins miklum fjármunum úr pyngju almennings sem skulda húsnæðislán og hægt er. Viðhald verðtryggingarinnar er hluti af því. Fjórflokkurinn er sammála þessu framferði þeirra. Dögun hefur ákveðið að hjóla í fjármálavaldið og setja því ramma sem hentar almenningi mun fremur en lánadrottnum. Við ætlum að afnema verðtrygginguna og setja á vaxtaþak. Við ætlum líka að leiðrétta forsendubrestinn. Þau stjórnmálaöfl sem gefa fjármálavaldinu einhvern afslátt hvað þetta varðar eru ekki í liði með almenningi því ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er styrjöld í gangi og að hírast í einskismannslandi er ekki valkostur. Kýpverjar þurfa að veðsetja gaslindir sínar sem enn eru ekki virkjaðar. Eins er komið fyrir okkur því fjármálavaldið vill komast yfir auðlind okkar í hafinu, fiskinn. Kjörnir fulltrúar okkar voru knésettir af LÍÚ á liðnu kjörtímabili. Í raun er útvegurinn undir hælnum á bönkunum því hann skuldar þeim svo mikið. Enn er Dögun á tánum og vill að auðlindir landsins séu eign almennings og þar með fiskurinn líka og nýting hans sé almenningi til heilla en ekki kvótaeigendum, sem hugsa fyrst og fremst um að skapa sér gróða og standa í skilum við bankakerfið, sem á þá í raun.Undiralda í Evrópu Í Evrópu er undiralda sem stóru miðlarnir segja ekki frá. Hundruð grasrótarhópa, verkalýðsfélaga og sjálfsprottinna andstöðuhópa sem vilja nýja Evrópu, nýtt ESB. Þessir hópar berjast fyrir auknum völdum almennings, auk alls þess sem að framan greinir. Þeir hafa horft til framgöngu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi og bundið vissar vonir við hana sem fordæmisgefandi innan ESB. Ný stjórnarskrá hér og í Evrópu gæti gefið almenningi vald til að hnekkja valdi fjármálaaflanna. Kannski er það langsóttur draumur en samt draumur margra Evrópubúa. Að færa völd til almennings með nýrri stjórnarskrá er eitur í beinum fjármálaaflanna en þar hefur Dögun reynt sitt ýtrasta til að svo megi verða. Ef einhver hélt að Ísland væri eyland þá er það misskilningur, ekki frekar en Kýpur. Það sem Dögun er að reyna að gera er að setja skulduga einstaklinga og fyrirtæki í mannsæmandi samningsaðstöðu við lánadrottna og kalla fram réttlæti í viðskiptum. Tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar og að ágóði þeirra renni til þjóðarinnar. Fjármálavaldið hefur tögl og hagldir á framkvæmdavaldinu en með breyttum grunnreglum, stjórnarskrá, vill Dögun veita almenningi aukin völd. Framtíðarsýnin er að almenningur hafi fulla stjórn á sérhagsmunaaðilum þjóðfélagins og við höfnum því að fjármálakerfið rústi tilveru okkar, því ætlum við að breyta. Þeirri sýn deilum við með mörgum í Evrópu í dag og þess vegna erum við ekkert eyland, enda mun það skipta máli það sem við gerum. Látum því ekki smámuni þvælast fyrir okkur og höldum ótrauð áfram að settu marki.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun