Ætla framboðin að rétta hlut öryrkja? Lilja Þorgeirsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun