Hentistefna Evrópusambandsins Sigríður Á. Andersen skrifar 5. apríl 2013 07:00 Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Evrópusambandið veitti ekki bönkum og fjármagnseigendum á Kýpur sömu fyrirgreiðslu og það hefur veitt bönkum í öðrum Miðjarðarhafslöndum sínum. Menn velta mjög vöngum yfir þessu. Hvernig stendur á því að af öllum innstæðueigendum í Evrópusambandinu þurfa aðeins Kýpverjar að sætta sig við að tapa hluta innistæðna sinna? Hvað veldur þessari hörku núna allt í einu? Svarið blasir við. Það liggur fyrir að stór hluti innistæðnanna er í eigu aðila utan Evrópusambandsins. Þess vegna finnst Evrópusambandinu í lagi að þessir bankar fari á hliðina. Rússar eru eigendur stórs hluta innistæðna í kýpverskum bönkum. Evrópusambandinu er slétt sama um þessar innstæður. Er þetta ekki sama Evrópusambandið og hefur ofsótt Íslendinga undanfarin fjögur ár fyrir þær meintu sakir að mismuna innstæðueigendum eftir því hvar í landi þeir væru?Ofsóknir Evrópusambandið stundaði þessar ofsóknir á hendur Íslendingum þrátt fyrir að neyðarlögin íslensku hefðu veitt innstæðueigendum á Icesave forgang umfram skuldabréfaeigendur sem voru meðal annarra Seðlabanki Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir. Rússar munu tapa miklu á falli kýpversku bankanna, því miður fyrir þá. Það vill hins vegar til að Kýpverjar sjálfir eiga innstæður í þessum sömu bönkum, því miður fyrir þá. Lítil eyþjóð í Evrópusambandinu vegur ekki þungt þegar í harðbakkann slær í Brussel og Frankfurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigríður Á. Andersen Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Evrópusambandið veitti ekki bönkum og fjármagnseigendum á Kýpur sömu fyrirgreiðslu og það hefur veitt bönkum í öðrum Miðjarðarhafslöndum sínum. Menn velta mjög vöngum yfir þessu. Hvernig stendur á því að af öllum innstæðueigendum í Evrópusambandinu þurfa aðeins Kýpverjar að sætta sig við að tapa hluta innistæðna sinna? Hvað veldur þessari hörku núna allt í einu? Svarið blasir við. Það liggur fyrir að stór hluti innistæðnanna er í eigu aðila utan Evrópusambandsins. Þess vegna finnst Evrópusambandinu í lagi að þessir bankar fari á hliðina. Rússar eru eigendur stórs hluta innistæðna í kýpverskum bönkum. Evrópusambandinu er slétt sama um þessar innstæður. Er þetta ekki sama Evrópusambandið og hefur ofsótt Íslendinga undanfarin fjögur ár fyrir þær meintu sakir að mismuna innstæðueigendum eftir því hvar í landi þeir væru?Ofsóknir Evrópusambandið stundaði þessar ofsóknir á hendur Íslendingum þrátt fyrir að neyðarlögin íslensku hefðu veitt innstæðueigendum á Icesave forgang umfram skuldabréfaeigendur sem voru meðal annarra Seðlabanki Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir. Rússar munu tapa miklu á falli kýpversku bankanna, því miður fyrir þá. Það vill hins vegar til að Kýpverjar sjálfir eiga innstæður í þessum sömu bönkum, því miður fyrir þá. Lítil eyþjóð í Evrópusambandinu vegur ekki þungt þegar í harðbakkann slær í Brussel og Frankfurt.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar