Páskabréf til Björns Bj. Össur Skarphéðinsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES-samstarfinu. Þar séu vannýtt tækifæri og EES-samstarfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að forysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt. Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES-samningurinn sé traustur þverbiti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn – án þess að Ísland hefði teljandi áhrif á mótun þeirra. Er hægt að auka áhrifin í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viðurkenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niðurstaðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands. Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki – og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagnvart öllum sem ekki eru á „hinni einu sönnu skoðun“ sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES-samstarfinu. Þar séu vannýtt tækifæri og EES-samstarfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að forysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt. Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES-samningurinn sé traustur þverbiti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn – án þess að Ísland hefði teljandi áhrif á mótun þeirra. Er hægt að auka áhrifin í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viðurkenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niðurstaðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands. Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki – og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagnvart öllum sem ekki eru á „hinni einu sönnu skoðun“ sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana?
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun