Að skapa sátt Páll Valur Björnsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar