Misrétti er dýrkeypt: Jafnrétti er efnahagsleg velferð Katrín Júlíusdóttir skrifar 25. mars 2013 15:45 Árið 1984 var hlutfall kvenna á Alþingi 15%. Karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur. Útivinnandi foreldrar áttu ekki trygga heilsdagsvistun fyrir börn sín, sem oftar bitnaði á tekjumöguleikum kvenna. Ástæða þess að þetta ár er nefnt er að þá hófst hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, merkilegt verkefni. Það fólst í því að rannsaka ólík áhrif útdeilingar sameiginlegra fjármuna á kynin. Markmiðið var að sameina þekkingu á kynjamisrétti og fjármálum hins opinbera í því skyni að skapa ný og betri skilyrði. Smátt og smátt skynjuðu fleiri lönd nauðsyn þess að beita kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð sem tæki til þess að stuðla að jafnrétti. Ísland er í þessum hópi, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð og konur og karlar búa við mismunandi aðstæður. Nefna má að konur bera í meiri mæli en karlar ábyrgð á umönnunar- og heimilisstörfum og að kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá er mikil kynjaskipting í náms- og starfsvali og mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Ráðstafanir og ákvarðanir varðandi ríkisfjármál hafa því mismunandi áhrif á konur og karla. Í allri lagaumgjörð er skýrt talað um jafnrétti. Þannig er í stjórnarskrá kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Í jafnréttislögum segir að "kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra". Enn fremur hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna markvisst að jafnrétti í ýmsum alþjóðasáttmálum, s.s. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því eitt af hlutverkum hins opinbera að tryggja að ekki séu kerfislægar forsendur fyrir hendi sem stuðla að eða viðhalda misrétti.Nýjar aðferðir Íslendingar kölluðu á nýtt gildismat og nýjar aðferðir eftir hrun. Meiri sanngirni. Meira réttlæti. Í þessum anda hófu íslensk stjórnvöld árið 2009 innleiðingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Skipuð var verkefnisstjórn til að móta innleiðingarferlið og árið 2010 var hafist handa við tilraunaverkefni. Nú er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun um innleiðingu og vinna ráðuneytin verkefni í tengslum við hana. Í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð felst greining á hvaða áhrif ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna hefur á kynin. Ef greiningin leiðir í ljós mismunun þarf að grípa til aðgerða til að meðferð opinberra fjármuna stuðli að jafnrétti í stað þess að misrétti sé viðhaldið eða jafnvel aukið. Í þeim verkefnum sem unnin hafa verið á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós. Þar má nefna að biðtími kvenna eftir kransæðaþræðingu var að meðaltali lengri en karla á árunum 2009 og 2010. Við höfum einnig öðlast betri þekkingu á kynjaáhrifum skattkerfisins, atvinnuleysisbótakerfisins og ýmissa sjóða- og styrkjakerfa. Þannig má nefna að millifæranleiki persónuafsláttar getur verið kerfisbundin hindrun varðandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Tekjutenging atvinnuleysisbóta gagnast kynjunum misvel, styrkir til mjólkurframleiðslu eru í miklum meirihluta greiddir til karla og aðgerðir til að vinna gegn loftlagsáhrifum skapa frekar störf á karllægum sviðum, svo sem í landbúnaði og við véla- og tæknivinnu.Árangursríkt tæki Öll ráðuneytin vinna nú að þriggja ára verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Við væntum þess að verkefnin skili okkur heildstæðum greiningum á þeim sviðum sem þau ná yfir ásamt því að gripið verði til aðgerða þar sem þess reynist þörf. Að auki munu verkefnin skila okkur færni þannig að aðferðafræðin verði okkur töm og notuð við dagleg störf. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð má nefnilega ekki einskorðast við þau verkefni sem nú eru í gangi heldur er brýnt að við nýtum okkur þetta tæki þar sem ætla má að ráðstöfun opinberra fjármuna hafi áhrif á stöðu kynjanna. Það er ánægjulegt að fleiri eru að tileinka sér þessa aðferðafræði hérlendis. Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu af krafti og mikilvægt er að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þá er einnig brýnt að öflugar hreyfingar, á borð við kvennahreyfinguna, leggi orð í belg og taki þátt í þróun innleiðingarinnar. Markmiðið er að koma kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð ofar á forgangslistann. Íslendingar eru jafnréttissinnuð þjóð. Flest viljum við jafnrétti og erum stolt af því að teljast framarlega í þeim málum á heimsvísu. Til að halda því þurfum við að tileinka okkur þær aðferðir sem þróaðar eru til að stuðla að jafnrétti. Með því að greina hvaða áhrif öflun og ráðstöfun opinberra fjármuna hefur á kynin og ýmsa hópa samfélagsins erum við betur í stakk búin til að setja okkur markmið og breyta hlutunum þannig að samfélagið verði réttlátara. Jafnrétti og efnahagsleg velferð fer saman en misrétti er okkur dýrkeypt. Við höfum því allt að vinna en engu að tapa með því að taka upp aðferðir sem veita okkur betri aðgang að upplýsingum sem eru mikilvægar við ákvarðanatöku. Það gerir okkur kleift að stuðla að betra og kraftmeira samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1984 var hlutfall kvenna á Alþingi 15%. Karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur. Útivinnandi foreldrar áttu ekki trygga heilsdagsvistun fyrir börn sín, sem oftar bitnaði á tekjumöguleikum kvenna. Ástæða þess að þetta ár er nefnt er að þá hófst hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, merkilegt verkefni. Það fólst í því að rannsaka ólík áhrif útdeilingar sameiginlegra fjármuna á kynin. Markmiðið var að sameina þekkingu á kynjamisrétti og fjármálum hins opinbera í því skyni að skapa ný og betri skilyrði. Smátt og smátt skynjuðu fleiri lönd nauðsyn þess að beita kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð sem tæki til þess að stuðla að jafnrétti. Ísland er í þessum hópi, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð og konur og karlar búa við mismunandi aðstæður. Nefna má að konur bera í meiri mæli en karlar ábyrgð á umönnunar- og heimilisstörfum og að kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá er mikil kynjaskipting í náms- og starfsvali og mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Ráðstafanir og ákvarðanir varðandi ríkisfjármál hafa því mismunandi áhrif á konur og karla. Í allri lagaumgjörð er skýrt talað um jafnrétti. Þannig er í stjórnarskrá kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Í jafnréttislögum segir að "kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra". Enn fremur hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna markvisst að jafnrétti í ýmsum alþjóðasáttmálum, s.s. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því eitt af hlutverkum hins opinbera að tryggja að ekki séu kerfislægar forsendur fyrir hendi sem stuðla að eða viðhalda misrétti.Nýjar aðferðir Íslendingar kölluðu á nýtt gildismat og nýjar aðferðir eftir hrun. Meiri sanngirni. Meira réttlæti. Í þessum anda hófu íslensk stjórnvöld árið 2009 innleiðingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Skipuð var verkefnisstjórn til að móta innleiðingarferlið og árið 2010 var hafist handa við tilraunaverkefni. Nú er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun um innleiðingu og vinna ráðuneytin verkefni í tengslum við hana. Í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð felst greining á hvaða áhrif ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna hefur á kynin. Ef greiningin leiðir í ljós mismunun þarf að grípa til aðgerða til að meðferð opinberra fjármuna stuðli að jafnrétti í stað þess að misrétti sé viðhaldið eða jafnvel aukið. Í þeim verkefnum sem unnin hafa verið á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós. Þar má nefna að biðtími kvenna eftir kransæðaþræðingu var að meðaltali lengri en karla á árunum 2009 og 2010. Við höfum einnig öðlast betri þekkingu á kynjaáhrifum skattkerfisins, atvinnuleysisbótakerfisins og ýmissa sjóða- og styrkjakerfa. Þannig má nefna að millifæranleiki persónuafsláttar getur verið kerfisbundin hindrun varðandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Tekjutenging atvinnuleysisbóta gagnast kynjunum misvel, styrkir til mjólkurframleiðslu eru í miklum meirihluta greiddir til karla og aðgerðir til að vinna gegn loftlagsáhrifum skapa frekar störf á karllægum sviðum, svo sem í landbúnaði og við véla- og tæknivinnu.Árangursríkt tæki Öll ráðuneytin vinna nú að þriggja ára verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Við væntum þess að verkefnin skili okkur heildstæðum greiningum á þeim sviðum sem þau ná yfir ásamt því að gripið verði til aðgerða þar sem þess reynist þörf. Að auki munu verkefnin skila okkur færni þannig að aðferðafræðin verði okkur töm og notuð við dagleg störf. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð má nefnilega ekki einskorðast við þau verkefni sem nú eru í gangi heldur er brýnt að við nýtum okkur þetta tæki þar sem ætla má að ráðstöfun opinberra fjármuna hafi áhrif á stöðu kynjanna. Það er ánægjulegt að fleiri eru að tileinka sér þessa aðferðafræði hérlendis. Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu af krafti og mikilvægt er að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þá er einnig brýnt að öflugar hreyfingar, á borð við kvennahreyfinguna, leggi orð í belg og taki þátt í þróun innleiðingarinnar. Markmiðið er að koma kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð ofar á forgangslistann. Íslendingar eru jafnréttissinnuð þjóð. Flest viljum við jafnrétti og erum stolt af því að teljast framarlega í þeim málum á heimsvísu. Til að halda því þurfum við að tileinka okkur þær aðferðir sem þróaðar eru til að stuðla að jafnrétti. Með því að greina hvaða áhrif öflun og ráðstöfun opinberra fjármuna hefur á kynin og ýmsa hópa samfélagsins erum við betur í stakk búin til að setja okkur markmið og breyta hlutunum þannig að samfélagið verði réttlátara. Jafnrétti og efnahagsleg velferð fer saman en misrétti er okkur dýrkeypt. Við höfum því allt að vinna en engu að tapa með því að taka upp aðferðir sem veita okkur betri aðgang að upplýsingum sem eru mikilvægar við ákvarðanatöku. Það gerir okkur kleift að stuðla að betra og kraftmeira samfélagi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar