50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson skrifar 21. mars 2013 06:00 Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar