Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar 21. október 2025 08:31 Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun