Skemmtilegt hliðarspor Trausti Júlíusson skrifar 21. mars 2013 12:00 Tónlist. Atoms For Peace. Amok. XL. Atoms For Peace er nýjasta verkefni Thoms Yorke söngvara Radiohead. Þetta er hljómsveit sem í eru auk hans þeir Nigel Godrich, upptökustjóri Radiohead, trommuleikarinn Joey Waronker, slagverksleikarinn Mauro Refosco og Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers. Waronker hefur m.a. unnið með Beck og Refosco með Chili Peppers og David Byrne. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 til þess að fylgja eftir sólóplötu Thoms Yorke, The Eraser. Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur. Það eru bæði raftaktar, trommuleikur og slagverk og svo flottar bassalínur. Ofan á grunnana eru svo syntaslaufur og söngur Thoms Yorke. Platan fer langt á þessu, en vankantarnir eru helst til einhæfar lagasmíðar. Það hefði mátt þróa þær svolítið áfram. Á heildina litið er Amok skemmtilegt hliðarspor hjá Thom Yorke. Það er gaman að hækka vel í græjunum og fá taktana beint í æð, en lagasmíðarnar duga ekki alveg til að fylla heila plötu. Niðurstaða: Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari. Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist. Atoms For Peace. Amok. XL. Atoms For Peace er nýjasta verkefni Thoms Yorke söngvara Radiohead. Þetta er hljómsveit sem í eru auk hans þeir Nigel Godrich, upptökustjóri Radiohead, trommuleikarinn Joey Waronker, slagverksleikarinn Mauro Refosco og Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers. Waronker hefur m.a. unnið með Beck og Refosco með Chili Peppers og David Byrne. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 til þess að fylgja eftir sólóplötu Thoms Yorke, The Eraser. Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur. Það eru bæði raftaktar, trommuleikur og slagverk og svo flottar bassalínur. Ofan á grunnana eru svo syntaslaufur og söngur Thoms Yorke. Platan fer langt á þessu, en vankantarnir eru helst til einhæfar lagasmíðar. Það hefði mátt þróa þær svolítið áfram. Á heildina litið er Amok skemmtilegt hliðarspor hjá Thom Yorke. Það er gaman að hækka vel í græjunum og fá taktana beint í æð, en lagasmíðarnar duga ekki alveg til að fylla heila plötu. Niðurstaða: Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari.
Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira