Samfélagið verður sigurvegarinn! Willum Þór Þórsson skrifar 18. mars 2013 06:00 Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin. Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.Samfélagið í uppnámi Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans. Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu. Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar. Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald. Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar. Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Willum Þór Þórsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin. Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.Samfélagið í uppnámi Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans. Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu. Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar. Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald. Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar. Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar