Stríðið gegn fíkniefnum Mikael Torfason skrifar 7. mars 2013 06:00 Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun