Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin Össur Skarphéðinsson skrifar 2. mars 2013 06:00 Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun