Betri lánasjóður Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. mars 2013 06:00 Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun