Mistök Sjálfstæðisflokks Össur Skarphéðinsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun