Óvenjufalleg fermingartíska í ár 14. febrúar 2013 06:00 Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Mynd/Bragi Þór Jósefsson Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira