Háskalegur blekkingarleikur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun