Auður í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar