Fólk kemur víða að í Garðs Apótek 31. janúar 2013 06:00 Haukur Ingason apótekari með fríðum flokki starfskvenna sinna, en glaðlegt viðmót þeirra og einstök þjónustulipurð er rómuð meðal viðskiptavina Garðs Apóteks. "Viðskiptavinum fjölgar bara og fjölgar. Samt auglýsum við ekki mikið. Það kemur til vegna þess að við höfum alltaf komið mjög vel út úr verðkönnunum á lyfjum, hvort sem um er að ræða lyfseðilsskyld lyf eða lyf sem eru seld án lyfseðils,“ segir Haukur Ingason, apótekari í Garðs Apóteki. Þá segir hann æ fleiri komast að raun um að hægt sé að gera góð kaup á fleiru en lyfjum í Garðs Apóteki. "Margir koma gagngert til að kaupa fæðubótarefni og vítamín sem fást í úrvali. Einnig hjúkrunarvörur, snyrtivörur og næringardrykki, því verð er almennt lágt í apótekinu.“ Að sögn Hauks kunna viðskiptavinir því einkar vel að Garðs Apótek sé einkarekið. "Eftir bankahrunið er fólk orðið meðvitaðra um við hvern það verslar og virðist hafa fengið nóg af lyfjakeðjum, hvort sem þær heita Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið, Apótekarinn eða SkipholtsApótek,“ upplýsir Haukur. Í Garðs Apóteki er notalegur kaffikrókur þar sem hægt er að setjast niður með ilmandi kaffi, te eða vatnsglas í boði hússins. Haukur segir marga kunna vel að meta það á meðan þeir bíða eftir lyfjunum. "Hverfisbúar koma hingað oft og tíðum og stundum er apótekið eins og hverfismiðstöð þar sem íbúarnir hittast og spjalla saman,“ segir Haukur ánægður. "Við erum í leiðinni fyrir íbúa stærstu hverfa borgarinnar og með tilkomu rafrænna lyfseðla finnst mörgum þægilegt að hringja á undan sér, láta taka lyfin til og sækja þau á heimleiðinni upp í Breiðholt, Árbæ eða Grafarvog og nágrannasveitarfélögin Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð,“ segir Haukur. Viðskiptavinirnir koma jafnvel frá Suðurnesjum, Hveragerði, Þorlákshöfn, Akranesi og Borgarnesi enda apótekið steinsnar frá Miklubrautinni og því í alfaraleið. Það sem gerir Garðs Apótek að fyrsta vali viðskiptavina er þó fyrst og fremst fyrirmyndarþjónusta og hlýlegt viðmót starfsfólksins, í kaupauka við lága verðið. "Nýverið jukum við þjónustu í kringum stómavörur og þvagleggi og nú geta þeir sem nota slíkar vörur snúið sér til okkar og fengið þær afhentar í apótekinu eða sendar heim til sín, hvert á land sem er,“ segir Haukur. Garðs Apótek er á horni Sogavegar og Réttarholtsvegar, við brúna yfir Miklubraut. Síminn er 568-0990. Opið er virka daga frá klukkan 9 til 18 en lokað um helgar. Sjá nánar á vefsíðunni gardsapotek.is. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
"Viðskiptavinum fjölgar bara og fjölgar. Samt auglýsum við ekki mikið. Það kemur til vegna þess að við höfum alltaf komið mjög vel út úr verðkönnunum á lyfjum, hvort sem um er að ræða lyfseðilsskyld lyf eða lyf sem eru seld án lyfseðils,“ segir Haukur Ingason, apótekari í Garðs Apóteki. Þá segir hann æ fleiri komast að raun um að hægt sé að gera góð kaup á fleiru en lyfjum í Garðs Apóteki. "Margir koma gagngert til að kaupa fæðubótarefni og vítamín sem fást í úrvali. Einnig hjúkrunarvörur, snyrtivörur og næringardrykki, því verð er almennt lágt í apótekinu.“ Að sögn Hauks kunna viðskiptavinir því einkar vel að Garðs Apótek sé einkarekið. "Eftir bankahrunið er fólk orðið meðvitaðra um við hvern það verslar og virðist hafa fengið nóg af lyfjakeðjum, hvort sem þær heita Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið, Apótekarinn eða SkipholtsApótek,“ upplýsir Haukur. Í Garðs Apóteki er notalegur kaffikrókur þar sem hægt er að setjast niður með ilmandi kaffi, te eða vatnsglas í boði hússins. Haukur segir marga kunna vel að meta það á meðan þeir bíða eftir lyfjunum. "Hverfisbúar koma hingað oft og tíðum og stundum er apótekið eins og hverfismiðstöð þar sem íbúarnir hittast og spjalla saman,“ segir Haukur ánægður. "Við erum í leiðinni fyrir íbúa stærstu hverfa borgarinnar og með tilkomu rafrænna lyfseðla finnst mörgum þægilegt að hringja á undan sér, láta taka lyfin til og sækja þau á heimleiðinni upp í Breiðholt, Árbæ eða Grafarvog og nágrannasveitarfélögin Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð,“ segir Haukur. Viðskiptavinirnir koma jafnvel frá Suðurnesjum, Hveragerði, Þorlákshöfn, Akranesi og Borgarnesi enda apótekið steinsnar frá Miklubrautinni og því í alfaraleið. Það sem gerir Garðs Apótek að fyrsta vali viðskiptavina er þó fyrst og fremst fyrirmyndarþjónusta og hlýlegt viðmót starfsfólksins, í kaupauka við lága verðið. "Nýverið jukum við þjónustu í kringum stómavörur og þvagleggi og nú geta þeir sem nota slíkar vörur snúið sér til okkar og fengið þær afhentar í apótekinu eða sendar heim til sín, hvert á land sem er,“ segir Haukur. Garðs Apótek er á horni Sogavegar og Réttarholtsvegar, við brúna yfir Miklubraut. Síminn er 568-0990. Opið er virka daga frá klukkan 9 til 18 en lokað um helgar. Sjá nánar á vefsíðunni gardsapotek.is.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira