Efnahagur við hengiflug Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun